top of page

Jóladagatal

IMG_7952.jpg

Í október 2013 fékk ég þá hugmynd að vera með jólamyndadagatal í desember.  Taka jóla og vetrarmyndir og birta eina mynd á dag á aðventunni.  Myndir sem fá fólk til að gleyma stressinu og ná fram einhverri notalegri "nostalgíu" tilfinningu sem er svo góð. 

Þessi litla hugmynd er búin að vinda ansi mikið upp á sig og hef ég núna verið með þetta dagatal síðan eða í 7 skipti.

Þetta hefur verið alveg ótrúlega skemmtilegt en jafnframt krefjandi.  Mikill tími hefur farið hjá mér í hugmyndavinnu, safna propsi og ýmsum hlutum og finna tíma í ýmsar myndatökur (ekki alveg hægt að treysta á veðrið og birtuna hérna á Íslandi í desember).  Þetta verkefni hefur ýtt mér út úr þægindahringnum - sem betur fer því annars ætti ég aldrei þessar dásamlegu jólamyndir.

Viðtal við mig í Morgunblaðinu í desember 2020.

Hér að neðan sjáið þið brotabrot af þessum myndum ásamt tveimur myndböndum sem ég bjó til.

 
bottom of page