Myndatökur
Börn og fermingar
Börn, fermingar og stúdentar
Myndatakan tekur 20-40 mín.
Miðast við 1-2 einstaklinga.
Innifalið er 1-2 myndir með foreldrum eða systkinum.
Fjölskyldur
Fjölskyldur
Myndatakan tekur 30-60 mín.
Miðast við 2-7 einstaklinga.
Stórfjölskyldur
Stórfjölskyldur
Myndatakan tekur 40-70 mín.
Miðast við 8 einstaklinga og fleiri.
Ævintýri
Ævintýri
Myndatakan tekur 50-70 mín.
Miðast við að hámarki 2 einstaklinga.
Innifalið er hugmyndavinna, props,
og meiri vinnsla á myndum.
2-5 myndir unnar.
Smámyndatökur
Smámyndir
Myndatakan tekur 10-15 mín.
Miðast við 1-5 einstaklinga.
2-3 myndir unnar.
Gjafakort
Gjafakort
Hvað er betra en að gefa þeim sem eiga allt góðar minningar !
Hægt er að fá gjafakort í allar þær tökur sem eru í boði.
Um myndatökurnar
Ég tek allar mínar myndir úti í náttúrunni. Ástæðan fyrir því er að ég er ekki með stúdíó en aðalástæðan er sú að mér finnst myndir teknar úti í náttúrunni vera fallegri og eðlilegri. Þar geta börn og fullorðnir verið þau sjálf og slakað betur á.
Ég legg mikið upp úr því að ná augnablikum þar sem börnin gleyma sér í leik eða eigin hugsunum, þannig fanga ég bestu myndirnar. Sönn augnablik !
Staðsetning
Ég bý í Mosfellsbænum og hef nýtt mér umhverfið þar í myndatökur en annars tek ég myndirnar um allt höfuðborgarsvæðið. Best er að vera í fallegum gróðri sem myndar fallegan bakgrunn og einnig til að finna skugga frá sólinni.
Ég hef myndað mikið í Heiðmörkinni, Elliðárdalnum, Öskjuhlíðinni, Laugardalnum, Hamrahlíðarskógi við Vesturlandsveg og í skóginum í kringum Reykjalund.
Veður
Þar sem ég tek bara myndir úti er ég svoldið háð veðri. Þó er ekki gott að veðrið sé "of gott", þ.e. of mikil sól. Í mikilli sól pírir fólk augun og myndir verða oft oflýstar og miklir skuggar á móti. Það er því oft betra að taka myndirnar þegar sól fer að halla eða þegar er skýjað. Það er allt í lagi að taka myndir í smá rigningu og alltaf er að finna skjól í fallegum skógarlundi. Gott er að vera vel klæddur ef að kalt er í veðri.
Tímasetningar
Myndatakan er alltaf á forsendum barnanna. Ég hef starfað með börnum í yfir 20 ár og næ yfirleitt vel til barna. Nauðsynlegt er að fá börnin til að slaka á og því líka nauðsynlegt fyrir foreldrana að bakka aðeins og leyfa mér að stjórna myndatökunni. Til að ná börnunum í besta gírnum er mikilvægt að panta tíma fyrrihluta dags. Það fer sjaldnast vel að koma í myndatöku beint úr leikskóla/skóla eða eftir vinnutíma foreldra, þegar flestir eru orðnir þreyttir og pirraðir. Ég tek yfirleitt ekki myndir um helgar því þá er ég með minni fjölskyldu.
Fatnaður og fylgihlutir
Best er klæðast klassískum og tímalausum fatnaði Fallegt er að hafa hlutlausa liti í grunninn með einn ráðandi lit í aukahlutum (trefill, skór, húfa osfrv). Einnig er fallegt að vera í fötum með fallegri áferð eins og t.d. prjónaðri flík. Aukahlutirnir setja svo oft punktinn yfir i-ið eins og t.d. treflar, hattar, húfur, blóm í hár, kransar, vesti og jakkar. Fallegt er að vera í gönguskóm, stígvélum eða converse strigaskóm.
Til þess að gera myndirnar persónulegri er gaman að taka með uppáhalds bangsann, teppi, gæludýrið eða það sem er barninu kært.
Ekki er ráðlegt að vera í fatnaði sem bæði er á myndir, texti eða skærir litir.
Gott er að hafa börnin vel klædd í myndatökum þar sem kalt er í veðri. Gott er að vera í ullinni innst og svo lögum.
Hugmyndir að fatnaði
Skilmálar
Höfundaréttur
-
Allur höfundaréttur að ljósmyndum er í eigu Kristínar Vald photography (ljósmyndari)
-
Um höfundarétt gilda höfundaréttarlög nr. 73/1972.
-
Lögum samkvæmt felur afhending ljósmynda til viðskiptavinar ekki í sér framsal á höfundarétti né heimild til að breyta myndunum á nokkurn hátt.
-
Samkvæmt höfundaréttarlögum er kaupanda óheimilt að framselja myndirnar til þriðja aðila.
Myndatakan
-
Myndatakan fer fram utandyra á stað sem ljósmyndari og viðskiptavinur ákveða í sameiningu.
-
Ef veðrið er mjög slæmt þá ákveða ljósmyndari og viðskiptavinur annan tíma í sameiningu.
Meðhöndlun mynda
-
Ljósmyndari annast val á þeim ljósmyndum úr myndatöku sem unnar verða og afhentar viðskiptavini.
-
Ljósmyndari tekur allt að 2 vikur í að vinna og afhenda myndirnar.
-
Ljósmyndari áskilur sér rétt til að birta myndir, eina eða fleiri, á samfélagsmiðlum og á vefsíðu sinni í samráði við viðskiptavin.
-
Ljósmyndari geymir myndirnar í 2 ár. Eftir það er þeim eytt og varðveisla þeirra er alfarið á ábyrgð viðskiptavina.
Afhending og greiðsla
-
Greiðsla fyrir myndatökuna er skv. verðskrá sem viðskiptavinur hefur fengið senda og skal greiðsla fara fram áður en myndirnar eru afhentar viðskiptavini.
-
Myndir afhendast í gegnum forritið Wetransfer á tölvupóstfang viðskiptavina. Hlekkurinn er opinn í 1 viku og því mikilvægt að viðskiptavinir hlaði niður myndunum meðan hann er opinn.
-
Viðskiptavinir skulu hlaða niður myndunum af forritinu í tölvuna sína (ekki símann) til að viðhalda upprunalegum gæðum.
-
Myndirnar afhendast í fullri upplausn og netupplausn (með lógói), bæði í svarthvítu og lit.
-
Ljósmyndari ráðleggur viðskiptavinum sínum að nýta prentþjónustu fagaðila þegar kemur að prentun mynda. Ljósmyndari getur veitt ráðgjöf um prentun ef þess er óskað.
Meðhöndlun viðskiptavina
-
Viðskiptavinur fær einungis afhentar þær ljósmyndir sem ljósmyndari velur og vinnur. Viðskiptavinur fær undir engum kringumstæðum afhentar óunnar myndir né allar þær ljósmyndir sem ljósmyndari tekur í viðkomandi myndatöku.
-
Myndirnar eru til einkanota og því ekki leyfilegt til að nota þær í auglýsingaskyni nema um annað séð samið.
-
Viðskiptavinum er ekki heimilt er að fjarlægja merkingu (logo) ljósmyndara af ljósmyndunum.
-
Allar myndir sem settar eru á netið skulu vera í réttri upplausn fyrir vef (netupplausn) í réttum hlutföllum og merktar ljósmyndara með logo.
-
Óheimilt er að breyta myndum á nokkurn hátt eða setja þau í gegnum snjallforrit með “filterum“ líkt og Instagram.
Annað
-
Með því að velja mig sem ljósmyndara ert þú / þið samþykk skilmálum þessum. Brot á höfundarétti ljósmyndara og skilmálum þessum varða við höfundaréttarlög og áskilur ljósmyndari sér allan rétt vegna slíkra brota.
-
Frekari upplýsingar um ljósmyndara má nálgast á heimasíðu ljósmyndara: www.kristinvald.com.